Gerð Gleym Mér Ei

Gleym Mér Ei steinninn er hugarfóstur hjónanna Inam og Anders. Frá starfi sínu sem dýralæknir og gæludýraeigandi hefur Inam kynnst þeirri sorg sem fylgir því að kveðja gæludýr og oft hugsað hvernig hægt væri að gera minninguna nánari eða snertanlegri. Anders er glerblásari með margra ára reynslu í faginu og vinnur nú mest með endurnýtt gler. Saman fengu þau hugmyndina að búa til glerkúlu þar sem askan væri eins og hvirfilvindur innan í. Anders prófaði að vinna með glerið og öskuna og eftir nokkrar tilraunir varð steinninn til. Steinninn þurfti að fá nafn og með hjálp vina, sem komu með margar frábærar hugmyndir varð Gleym Mér Ei steinninn til. Allt ferlið fer fram hér á landi og steinninn er handgerður úr endurnýttu gleri með sjálfbærri orku. Gleym Mér Ei steinninn er falleg minning um kært gæludýr en er líka fallegur hlutur fyrir heimilið.